Sýningar
Listasafn Háskóla Íslands hefur þá sérstöðu að deila sýningarrými sínu með stúdentum, kennurum og öðru starfsfólki Háskóla Íslands. Það þýðir að verk í eigu safnsins eru sett upp víðs vegar um stofnanir og byggingar háskólasamfélagsins.
Þá hefur Listasafn Háskóla Íslands einnig sett upp sýningar í samvinnu við önnur söfn. Meðal samstarfsaðila safnsins má nefna Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarborg, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og Listasafn Árnesinga. Flestar samstarfssýningar og rannsóknarverkefni hafa snúist um verk Þorvalds Skúlasonar, áhrif hans og tengsl við aðra listamenn.