Háskóli Íslands

Ný aðföng

Meðal þeirra listamanna sem Listasafn Háskóla Íslands hefur keypt verk eftir á síðast liðum árum eru: Anna Líndal, Birgir Andrésson, Davíð Örn Halldórsson, Eggert Pétursson, Eyborg Guðmundsdóttir, Elín Hansdóttir, Gabríela Friðriksdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Hallgrímur Helgason, Haraldur Jónsson, Helgi Þórsson, Hildur Bjarnadóttir, Hólmfríður Árnadóttir, Hulda Stefánsdóttir, Hulda Hákon, Ingólfur Arnarson, Katrín Sigurðardóttir, Kees Visser, Kristinn Hrafnsson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Kristján Steingrímur Jónsson, Ólöf Nordal, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Tumi Magnússon.

Þá hefur Listasafn Háskóla Íslands einnig fengið myndlistarmenn til að vinna verk í ákveðið rými og samhengi, svo sem verkið Sköpun lands (2009) eftir Magnús Pálsson í anddyri Öskju, Náttúrufræðahúss Háskóla Íslands sem kostað var í sameiningu af Listasafni Háskóla Íslands og Listskreytingasjóði ríkisins. Verkið er um 11 metra hátt og 3.30 metrar á breidd og gert úr 17 þúsund handskornum flísum, úr sama granítbergi og gólf hússins sjálfs.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is