Háskóli Íslands

Rannsóknir og styrkir

Listasafnið er staðsett í akademísku kennslu-og rannsóknarumhverfi og lögð er áhersla á að tryggja aðgang þeirra sem leggja stund á rannsóknir að verkum safnsins. Við safnið er starfræktur rannsóknarsjóður, Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands, og er hlutverk hans að veita styrki til rannsókna á íslenskri myndlist. Safnið stundar rannsóknir á verkum Þorvalds Skúlasonar.

Árið 2012 kom út hjá Háskólaútgáfunni ríkulega myndskreytt bók um Listasafn Háskóla Íslands, sögu þess og starfsemi með texta eftir Auði A. Ólafsdóttur safnstjóra.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is