Listasafnið er staðsett í akademísku kennslu-og rannsóknarumhverfi og lögð er áhersla á að tryggja aðgang þeirra sem leggja stund á rannsóknir að verkum safnsins. Við safnið er starfræktur rannsóknarsjóður, Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands, og er hlutverk hans að veita styrki til rannsókna á íslenskri myndlist. Safnið stundar rannsóknir á verkum Þorvalds Skúlasonar.
Árið 2012 kom út hjá Háskólaútgáfunni ríkulega myndskreytt bók um Listasafn Háskóla Íslands, sögu þess og starfsemi með texta eftir Auði A. Ólafsdóttur safnstjóra.