Háskóli Íslands

Starfsemi

Sköpun lands eftir Magnús Pálsson, 2009, anddyri ÖskjuHlutverk Listasafns Háskóla Íslands er að varðveita safneignina og miðla henni til starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands og til almennings. Safnið stundar rannsóknir og tekur þátt í sýningarverkefnum, oft í samstarfi við önnur söfn. Leitast er við að efla tengingu safns við rannsóknar-og kennsluumhverfi Háskóla Íslands. Hlutverk safnins er ennfremur að kaupa framsækna nútímalist.

Listasafn Háskóla Íslands hefur þá sérstöðu að deila sýningarrými sínu með stúdentum, kennurum og öðru starfsfólki Háskóla Íslands. Það þýðir að verk í eigu safnsins eru sett upp víðs vegar um stofnanir og byggingar háskólasamfélagsins.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is