Háskóli Íslands

Sýningar

Þá hefur Listasafn Háskóla Íslands einnig sett upp sýningar í samvinnu við önnur söfn. Meðal samstarfsaðila safnsins má nefna Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarborg, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og Listasafn Árnesinga. Flestar samstarfssýningar og rannsóknarverkefni hafa snúist um verk Þorvalds Skúlasonar, áhrif hans og tengsl við aðra listamenn. Þannig hefur verið sett upp sýning á verkum Þorvalds Skúlasonar í samvinnu við Listasafn Íslands (Hreyfiafl litanna. Abstraktverk Þorvalds Skúlasonar, 1999) sýning á verkum Þorvalds Skúlasonar og Sigurjóns Ólafssonar í Hafnarborg í samvinnu safnanna þriggja (Tveir módernistar, 2008) og sýning á verkum Þorvalds Skúlasonar og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar í Listasafni Árnesinga (Ár. Málverkið á tímum straumvatna, 2010).

Safnstóri Listasafns Háskóla Íslands er sýningarstjóri eða meðsýningarstjóri og höfundur rannsóknartexta í sýningarskrá ofangreindra sýninga. Síðasta samstarfsverkefni safnsins var sýningin Augans börn í Ásmundarsafni sem lauk í lok apríl 2017, samstarfsverkefni Listasafns Háskóla Íslands og Listasafns Reykjavíkur. Sýningin var einnig samstarfsverkefni Listasafns Háskóla Íslands og fræðigreinarinnar listfræði en framlag Viktors Péturs Hannessonar, annars tveggja sýningarstjóra, var hluti af námi hans í sýningarstjórn við Háskóla Íslands.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is