Háskóli Íslands

Þorvaldssafn

Þorvaldur Skúlason við trönurnar 1959,,Við vitum í rauninni ekki hvað liturinn blátt er, fyrr en við hættum að tengja hann hafi, himni eða fjalli." (Þorvaldur Skúlason, 1955).

Innan safnsins er sérstök deild sem ber nafn Þorvalds Skúlasonar listmálara og heitir; Þorvaldssafn. Er það í samræmi við stofnskrá safnsins frá 1980 þar sem segir að þau verk Þorvalds Skúlasonar listmálara ,,er safnið fær upphaflega að gjöf og kann síðar að eignast, skulu mynda sérstaka deild í safninu, er bera skal nafn listamannsins.’’ Verk eftir Þorvald Skúlason voru uppistaðar stofngjafar árið 1980 og í dag eru um þrír
fjórði hluti safneignar eða 1400 verk, eftir Þorvald ; 101 olíumálverk og um 1300 teikningar, vatnslitamyndir, blekmyndir og klippimyndir. Listasafn Háskóla Íslands geymir því stærsta og heildstæðasta safn verka Þorvalds í heiminum og hefur safnið sérstakar skyldur gagnvart rannsóknum á og miðlun verka hans. Verk Þorvalds spanna allan feril listamannsins, frá árinu 1923 til dauðadags 1984. Elsta verk safnsins er vatnslitamynd eftir Þorvald, gerð á Blöndósi árið 1921 þegar hann var fimmtán ára, en yngstu verkin eru gerð 63 árum síðar, árið 1984, sama ár og Þorvaldur lést. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is